Námskeið verður haldið í aðferð Kyrrðarbænarinnar (Centering Prayer) í Guðríðarkirkju í Grafarholti fimmtudagana 4. og 11. október kl. 19:30 – 21:30. Þátttökugjald á námskeiðið fyrir bæði kvöldin er kr. 2.000,- Í framhaldi verður boðið upp á sex fræðslukvöld þar sem farið verður dýpra í einstaka þætti sem kenndir voru á námskeiðinu. Kvöldin einkennast af iðkun bænarinnar, fræðslu og umræðum.
Fræðslukvöldin hefjast fimmtudaginn 18. október kl. 19:30 – 21:00 og þeim lýkur fimmtudaginn 22. nóvember á sama tíma, alls sex fimmtudagar. Þau ykkar sem áður hafa sótt námskeið í Kyrrðarbænininni og/eða iðkað eruð hjartanlega velkomin á fræðslukvöldin sex.
Umsjón er í höndum Aðalheiðar Rúnarsdóttur, guðfræðinema, sr. Báru Friðriksdóttur og Sigurbjargar Þorgrímsdóttur, djáknakandidats.
Upplýsingar og skráning hjá Sigurbjörgu í síma 861-0361 eða á netfangi:sigurth@simnet.is