Í apríl 2012 hélt sr. Carl Arico röð fyrirlestra á kyrrðardögum í Skálholti um Biblíulega íhugun (Lectio Divina) og kyrrðarbænina (Centering prayer). Carl Arico er bandarískur prestur og er einn af stofnendum samtakanna Contemplative Outreach. Kyrrðardagarnir þóttu takast einstaklega vel og voru gestirnir í alla staði ánægðir með hvernig til tókst. Fyrirlestrarnir voru teknir upp og eru þeir nú aðgengilegir á vef kristinnar íhugunnar. Efnið er birt með góðfúslegu leyfi Arico. Hægt er að hlusta á fyrirlestrana hér.