2. maí síðastliðin var haldin stofnfundur áhugafélags um Kyrrðarbænina, Contemplative Outreach á Íslandi. Tilgangur félagsins er að skapa samfélag um Kyrrðarbænina, að stuðla að útbreiðslu hennar, bjóða uppá kyrrðardaga, lesefni og stuðning við iðkendur bænarinnar. Fundurinn var fjölmennur og voru lög félagsins samþykkt auk þess sem fundargestum var boðið að gerast stofnfélagar samtakanna. Þá var valið í fyrstu stjórn félagsins. Hana skipa: Arndís G. Bernhardsdóttir Linn, Hilmar Bergmann, Ingigerður Konráðsdóttir, Margrét Guðjónsdóttir og Sigurbjörg Þorgrímsdóttir. Ákveðið hefur verið að halda stofnskrá félagsins opinn áfram og geta þeir sem áhuga hafa að gerast stofnfélagar sett sig í samband við stjórn félagsins. Sjá hér