skalholtstortKyrrðardagar verða í Skálholti 6. – 9. nóvember 2014 , þar sem sérstök áhersla verður lögð á iðkun Kyrrðarbæninarinnar (Centering Prayer) ásamt kynningu á Biblíulegri íhugun (Lectio Divina).

Kyrrðarbænin er hugleiðslubæn (Contemplative Prayer) sem leiðir til dýpri tengsla við Guð. Nýr heimur kemur í ljós hið innra með okkur og á meðal okkar. Í því felst að vera opin/n fyrir hinu óendanlega og þar með fyrir ótakmörkuðum möguleikum. Biblíuleg íhugun er ævaforn aðferð sem Eyðumerkurmæðurnar og –feðurnir ástunduðu.

Umsjón með kyrrðardögunum hafa Ingunn Björnsdóttir, sálgætir/ráðgjafi og Sigurbjörg Þorgrímsdóttir, djáknakandídat, leiðbeinendur Kyrrðarbænarinnar.

Mæting fimmtudaginn 6. nóvember kl. 17:30 – 18:00. Dagskránni lýkur sunnudaginn 9. nóvember kl. 14:00. Verð kr. 31.200. Innifalið í verðinu er fullt fæði, gisting með sér herbergi og baði , námskeið og námskeiðsgögn. Hægt er að lækka verðið um kr. 1.500,- ef komið er með eigin rúmföt og handklæði. Hjónaafsláttur. Eins er hægt að skipta greiðslum.

Skráning fer fram á netf.: holmfridur@skalholt.is, eða í síma 486-8870 (Hólmfríður) eða á heimasíðu Skálholts www.skalholt.is. Nánari upplýsingar hjá Sigurbjörgu í síma 861-0361 og/eða á netfanginu sigurth@simnet.is. Athugið að sum stéttarfélög veita félagsmönnum sínum styrk fyrir kyrrðardögum /námskeiðum sem þessum.