Kyrrðarbænarsamtökin „Contemplative Outreach á Íslandi“ vilja vekja athygli á fjórum dagsetningum á næsta ári sem fólk getur merkt við í dagatalið sitt
16. janúar (laugardagur) verður námskeið um Fagnaðarbænina (Welcoming prayer) í Guðríðarkirkju. Fagnaðarbænin er aðferð við að sleppa tökunum í dagsins önn og virkar sem frábær viðbót við Kyrrðarbænariðkunina.
21.-24. janúar (föstudagur – sunnudags) verða „Kyrrðardagar í borg“ í Guðríðarkirkju með svipuðu sniði og sl. október. Kristin íhugun (Kyrrðarbænin) er í forgrunni og er þungamiðja iðkunarinnar á laugar- og sunnudeginum. Mjög góður rómur var gerður að „Kyrrðardögum í borg“ síðast.
27 febrúar (laugardagur) verður námskeið um Fyrirgefninguna í Guðríðarkirkju. Kyrrðarbænin verður iðkuð ásamt fræðslu um mikilvægi fyrirgefningarinna.
19 – 22. maí (fimmtudagur-sunnudags) verða kyrrðardagar í Skálholti þar sem hin kristna íhugun (Kyrrðarbæn) verður einnig í forgrunni ásamt hreyfingu/útivist í hinu fallega umhverfi Skálholts. Það er alltaf eftirspurn eftir því að komast í kyrrðina í Skálholti. Einstök næring fyrir sál og líkama.
Nánari upplýsingar um þessa viðburði verða birtar síðar. Ef þú hefur áhuga á að taka þátt í og/eða fá nánari upplýsingar um einhverja þessara viðburða, bjóðum við þér að senda tölvupóst á netfangið coiceland@gmail.com