skalholtstortVegna mikillar eftirspurnar verður nú í annað sinn boðið uppá vikulanga kyrrðardaga í Skálholti þar sem hugleiðslubænin „Kyrrðarbæn“ er iðkuð. Um er að ræða vikudvöl eða langa helgi. Þar býðst einnig frábært tækifæri til að fá leiðsögn í jóga og djúpslökun sem auka liðleika og veita góðan stuðning við hugleiðslubænina. Áhrifin af Kyrrðarbæninni, jógaæfingum, fræðslu, útiveru og hvíld í Skálholti leggjast á eitt að skapa einstaka dvöl fyrir sál og líkama.

Umsjón: Sigurbjörg Þorgrímsdóttir djáknakandídat, sr. Arndís G. Bernhardsdóttir Linn og Auður Bjarnadóttir jógakennari.

Annars vegar er hægt að velja langa helgi sem hefst fimmtudagin 26. apríl kl. 18:00 og lýkur sunnudaginn 29. apríl kl. 14:00 eða vikudvöl sem hefst fimmtudaginn 26. apríl kl. 18:00 og lýkur miðvikudaginn 2. maí kl. 14:00.
Sama verð og síðast:
Vikudvöl: kr. 69.000. Löng helgi: kr. 39.000. Eftir 15. febrúar hækkar verðið um 5%
Hægt er að lækka verðið um 1.500 kr. með því að vera með sín eigin rúmföt. Innifalið í verðinu er m.a. einstaklingsherbergi með sér baði og fullu fæði.
Sum stéttarfélög taka þátt í kyrrðardögum sem þessum. Hjónaafsláttur. Greiðsludreifing.
Skráning fer fram á vef Skálholts: www.skalholt.is, í síma: 486-8870 (Hólmfríður) eða á netfanginu holmfridur@skalholt.is. Nánari upplýsingar á netfanginu sigurth@simnet.is (Sigurbjörg).