Contemplative Outreach á Íslandi verður með kynningarborð á Heimsljósamessu 14. – 16. september í Lágafellsskóla. Stutt kynning á kyrrðarbæn og iðkun fer fram kl. 12 – 13 á laugardeginum og kl. 16 – 17 á sunnudeginum. Umsjónarmaður með kynningarborðinu er Sigurbjörg Þorgrímsdóttir iðnrekstrarfræðingur, djáknakandídat og formaður CO á Íslandi.
Kyrrðarbæn (Centering prayer) er eitt einfaldasta form hugleiðslu sem um getur og geta allir lært hana og stundað, bæði börn og fullorðnir.Tilgangur hennar er að dýpka sambandið við Guð með því að játast Guði hið innra með orðlausri nálgun við Guð. Þjálfunin felst síðan í því að læra að leiða hjá sér truflanir sem sækja á, þann tíma sem bænin stendur yfir.
Bænin hefur umbreytandi áhrif á allt líf iðkandans til dýpri skilnings á Guði, sjálfum sér og umhverfi sínu.