Janúar

Kæru kyrrðarbænaiðkendur.

Kyrrðarbænasamtökin á Íslandi bjóða upp á kyrrðardaga í Skálholti í janúar 2019. Um er að ræða langa helgi sem hefst fimmtudaginn 17. janúar kl. 18:00 og lýkur sunnudaginn 20. janúar kl. 14:00. Lögð verður áhersla á iðkun kyrrðarbænarinnar, fræðslu, hvíld og/eða útiveru. Þessi kyrrðardagahelgi er að þessu sinni hugsuð fyrir þá sem hafa iðkað í eitt ár eða lengur. Hámarksfjöldi þátttakanda er 16 manns.

Verð: kr 40.500,- Hægt er að lækka verðið um kr 1.500,- með því að vera með sín eigin rúmföt. Innifalið í verðinu er m.a. einstaklingsherbergi með sér baði og fullt fæði.

Hjónaafsláttur. Greiðsludreifing.

Umsjón: Sr. Arndís Bernhardsdóttir Linn og Sigurbjörg Þorgrímsdóttir, leiðbeinendur Kyrrðarbænarinnar.

Skráning fer fram í síma 486-8870 (Hólmfríður) eða á netfanginu holmfridur@skalholt.is. Nánari uppýsingar á netfanginu sigurth@simnet.is (Sigurbjörg).