Íhugunarkapellan opnar aftur með fyrstu ,,samverustund“ mánudaginn 24. ágúst kl. 17:30 til 18:15 og verður framvegis alla mánudaga. Verið hjartanlega velkomin í Íhugunarkapelluna þar sem Kyrrðarbæn er iðkuð ásamt öðru á mánudögum. Ef þið viljið bara taka þátt í hluta af íhugunarstundinni þá er frjálst að koma og fara eins og ykkur hentar.
Kapellan opnar 15 mín. áður en stundin hefst.
Leiðbeiningar til að tengjast:
1. Settu þessa slóð í vefvafrann (browser) eða smelltu á hana:
https://us02web.zoom.us/j/87110062137?pwd=czhoSlUvOGw1L3gySVNTY3Q0QmxZUT09
Meeting ID: 871 1006 2137
Passcode: 169590
2. E.t.v. kemur felligluggi úr vafranum og þá er ýtt á Open Zoom Meetings.
3. Ef valmöguleikinn um á að vera í mynd (video) og með hljóð (audio) kemur upp skaltu endilega velja það. (Þegar tengsl hafa myndast er hægt að setja bendilinn yfir myndina af sér og setja á mute eða unmute sem er valið eftir því hvort heyrast á í ykkur eða ekki).
4. Það er hægt að tengjast í gegnum snjallsíma (þá þarf app) en betra að hafa stærri skjái eins og í far- eða borðtölvum.
5. Chrome – vafri styður vel við hljóðið. Stundum þarf að fara í stillingar og setja hljóðið á.