Námskeið til kennsluréttinda í Kyrrðarbæn
Markmið námskeiðsins er að þátttakendur geti, að því loknu, haldið námskeið um aðferð Kyrrðarbænarinnar, veitt fræðslu um hana, leitt bænina og tekið að sér leiðtogastörf innan Kyrrðarbænasamtakanna.
Í lok námskeiðsins velja þátttakendur hvort þeir vilji halda námskeið í Kyrrðarbæn með aðstoð leiðbeinanda (sem er hluti af þjálfuninni til kennsluréttinda) eða láti námskeiðið sjálft duga.
Námskeiðið er opið öllum þeim sem:
- Hafa ástundað Kyrrðarbæn daglega í þrjú ár.
- Hafa lesið eftirfarandi bækur eftir Thomas Keating: Vakandi hugur, vökult hjarta og Leiðin heim. Einnig er gott að þekkja til annarra bóka (þá sérstaklega Intimacy with God) og myndbanda Thomas Keatings.
- Hafa lokið námskeiði í Kyrrðarbæn eða öðrum námskeiðum á vegum Kyrrðarbænasamtakanna.
- Hafa tekið þátt í Kyrrðardögum upp að 5-10 dögum en þessu skilyrði má ljúka síðar.
Námskeiðið fer fram á tveimur helgum 28.-29. ágúst og 4.-5. september í Strandbergi, safnaðarheimili Hafnarfjarðarkirkju ásamt heimavinnu og u.þ.b. 3 kennslustundum á Zoom. Námskeiðið hefst og lýkur á einkaviðtölum.
Kennarar námskeiðsins eru Bylgja Dís Gunnarsdóttir og Erla Björg Káradóttir. Fleiri kennarar verða kallaðir til ef aðsóknin er góð.
Námskeiðsgjald er 28.000 kr. og innifalið í því er matur, námsefni og kennsla.
Skráning fer fram á kyrrdarbaen@kyrrdarbaen.is eða í síma 661 7719 (Bylgja Dís) og nánari upplýsingar eru einnig góðfúslega veittar.