Viltu gefa þér nærandi og styrkjandi gjöf í heilögu rými Grindavíkurkirkju, laugardaginn 30. október frá kl. 10:00-16:00?

Dagurinn einkennist af kyrrð í gegnum iðkun Kyrrðarbænarinnar (hugleiðsla í þögn, handan orða, hugsana og tilfinninga), fræðslu Thomasar Keatings, hvíld og djúpslökun (Jóga Nidra). Dagur endurnæringar á sál og líkama.

Leyndardómur styrkleika felst í hinum kyrra huga.

Umsjón: Sr. Elínborg Gísladóttir og Sigurbjörg Þorgrímsdóttir, leiðbeinendur Kyrrðarbænarinnar og Jóga Nidra.

Verð: 3.500,-

Skráning: Á netf. srelinborg@simnet.is eða í síma 696-3684. Nauðsynlegt að skrá þátttöku vegna hádegisverðar.

Dagskrá:

10:00    Mæting og kynning á dagskrá

10:15    Iðkun Kyrrðarbænarinnar 2×20 mín.

11:30    Fræðsla DVD með Thomas Keating og umræður

12:30    Hádegisverður í þögn

13:00    Hvíldartími í þögn. Lestur bóka, útivist og/eða hvíld

14:00    Iðkun Kyrrðarbænarinnar 2×20 mín.

15:00    Jóga Nidra, djúpslökun

15:45    Kveðjuorð

16:00    Heimferð

Vinsamlega komið með ykkar eigin jógadínur, teppi, kodda og vatnsbrúsa.

Hlökkum til að eyða deginum með ykkur.

Kærleikskveðja,

Elínborg og Sigurbjörg