Íhugunarkapellan á Zoom og Kyrrðarbænahópar eru komnir í sumarfrí. Kyrrðarbænasamtökin standa þó fyrir nokkrum dagskrárliðum í samstarfi við Lágafellssókn sem eru ókeypis og öllum opnir.
 
2. júlí – Ganga frá Lágafellskirkju í Mosfellsbæ kl. 18. Hluti af göngunni verður í þögn og iðkað verður Náttúru Divina. Kl. 19 verður snætt nesti í skrúðhúsi Lágafellskirkju og kl. 20 hefst messa með íhugunarívafi.
 
13. ágúst – Ganga frá Lágafellskirkju í Mosfellsbæ kl. 18. Hluti af göngunni verður í þögn og iðkað verður Náttúru Divina. Kl. 19 verður snætt nesti í skrúðhúsi Lágafellskirkju og kl. 20 hefst messa með íhugunarívafi.
 
27. ágúst – Kyrrðarbæn og Lectio Divina í Mosfellskirkju kl. 18. Boðið verður upp á hressingu áður en messa hefst kl. 20.
 
Í ágúst er einnig stefnt á námskeið í Lectio Divina eða Biblíulegri íhugun og verður það nánar auglýst síðar.
Nánari upplýsingar veitast ef þið sendið spurningar á netfangið kyrrdarbaen@kyrrdarbaen.is.