Lagt á djúpið
Kyrrðardagar á Löngumýri 1.-6. maí 2025
Kyrrðardagar á Löngumýri 1.-6. maí 2025
Kyrrðardagar á vegum Kyrrðarbænarsamtakanna á Íslandi verða á Löngumýri í Skagafirði dagana 1.-6. maí 2025. Ingunn Björnsdóttir og Bylgja Dís Gunnarsdóttir leiða kyrrðardagana.
Á kyrrðardögunum gefst rými og stuðningur við að skoða og dýpka sambandið við Guð (æðri mátt) með daglegum viðtölum í andlegri handleiðslu sem Ingunn og Bylgja veita. Áhersla er lögð á iðkun Kyrrðarbænar og mikla þögn. Dagskráin, umhverfið og umgjörðin öll styður við það að leggja á dýpið.
Andleg handleiðsla snýst um að hlúa að fólki á trúargöngunni í því umbreytingar- og þroskaferli sem hún hefur í för með sér. Í andlegri handleiðslu mætum við fólki þar sem það er, hægjum á, hlustum og hlúum að eftir því sem andinn leiðir okkur til.
Verð: 96.000 kr. Allt er innifalið í verðinu nema ferðin á staðinn. Ef einhver er ekki á bíl er hugsanlega hægt að fá far með öðrum þátttakendum. Staðfestingargjald er 30.000 kr. sem greiðist við skráningu og er óendurkræft. Staðfestingargjaldið er greitt með því að leggja inn á eftirfarandi reikning:
Kennitala: 450613-1500
Reikningur: 0114-26-1513
Kennitala: 450613-1500
Reikningur: 0114-26-1513
Skráning fer fram hér: https://kyrrdarbaen.skramur.is/input.php?id=26
Langamýri í Skagafirði stendur í fallegu umhverfi við Varmahlíð. Aðstaðan er góð en á staðnum er bæði sundlaug og heitur pottur, kapella, notaleg setustofa, bjartur matsalur og fallegur garður svo eitthvað sé nefnt. Starfsfólk Löngumýrar hafa sýnt okkur mikla gestrisni og tekið einstaklega vel á móti okkur undanfarin ár.
Kyrrðarbænarsamtökin á Íslandi hafa staðið fyrir kyrrðardögum í allt að 15 ár og leggja alúð við að standa vörð um kyrrðina og að gera dvölina ánægjulega.
Nánari upplýsingar veita: Ingunn Björnsdóttir, ingunnbjornsdottir@simnet.is eða í síma 8448816 og Bylgja Dís Gunnarsdóttir, kyrrdarbaen@kyrrdarbaen.is eða í síma 6617719.
Um Ingunni
Snemma vaknaði áhugi Ingunnar á kristinni trú og bænalíf hefur ávallt verið henni mjög hugleikið. Ingunn hefur tekið þátt og unnið í kirkjulegu starfi þar sem hún hefur sinnt sálgæslu, fyrirbænastarfi, samkirkjulegu starfi og setið í fagráði kristinna kirkna um meðferð kynferðisbrota. Ingunn hefur kennsluréttindi í Kyrrðarbæninni sem hún hefur iðkað um árabil ásamt því að leiða kyrrðarbænarhópa og kyrrðardaga. Ingunn lagði stund á sálgæslunám á vegum ISARPAC, Danmörku (International School of Abuse Realated Pastoral Counselling, Nám með áherslu á að veita ráðgjöf og meðferð þeim sem orðið hafa fyrir ofbeldi og öðrum áföllum). Einnig við Institute in Christian Counselling. CWR, Surrey, U.K. Hún hefur setið námskeið á vegum Endurmenntunarst. H.Í. í Viðtalstækni og Hugrænni atferlismeðferð. Ingunn starfaði um árabil á geðsviði LSH sem áfengis- og vímuefnaráðgjafi á Teigi og í átröskunarteymi LSH. Störf Ingunnar og reynsla leiddu hana á þá braut að læra Spiritual Direction (Andlega handleiðslu) á vegum Leadership Transformations Inc.
Um Bylgju
Bylgja Dís Gunnarsdóttir er að ljúka tveggja ára námi í andlegri handleiðslu hjá Leadership Transformations Inc. Á undanförnum árum hefur hugleiðsluhefð kristinnar trúar staðið hjarta hennar nær og úr þeirri hefð iðkar hún Kyrrðarbæn, Lectio Divina og Fagnaðarbæn. Bylgja Dís hefur áunnið sér kennsluréttindi í þessum bænaaðferðum frá Contemplative Outreach Ltd og heldur námskeið reglulega. Bylgja Dís er höfundur Kyrrðarlykla sem Skálholtsútgáfan gaf út 2023 en þar er áhersla á bænaaðferðir sem má rekja til hugleiðsluhefðarinnar. Bylgja Dís er formaður Kyrrðarbænasamtakanna á Íslandi og leiðir Kyrrðarbænahópa og Kyrrðardaga á vegum samtakanna. Bylgja Dís lauk mastersprófi í söng frá tónlistarháskóla í Glasgow og starfaði í framhaldi af því sem söngkona um árabil en starfar nú sem æskulýðs- og upplýsingafulltrúi í Hafnarfjarðarkirkju.
Bylgja Dís Gunnarsdóttir er að ljúka tveggja ára námi í andlegri handleiðslu hjá Leadership Transformations Inc. Á undanförnum árum hefur hugleiðsluhefð kristinnar trúar staðið hjarta hennar nær og úr þeirri hefð iðkar hún Kyrrðarbæn, Lectio Divina og Fagnaðarbæn. Bylgja Dís hefur áunnið sér kennsluréttindi í þessum bænaaðferðum frá Contemplative Outreach Ltd og heldur námskeið reglulega. Bylgja Dís er höfundur Kyrrðarlykla sem Skálholtsútgáfan gaf út 2023 en þar er áhersla á bænaaðferðir sem má rekja til hugleiðsluhefðarinnar. Bylgja Dís er formaður Kyrrðarbænasamtakanna á Íslandi og leiðir Kyrrðarbænahópa og Kyrrðardaga á vegum samtakanna. Bylgja Dís lauk mastersprófi í söng frá tónlistarháskóla í Glasgow og starfaði í framhaldi af því sem söngkona um árabil en starfar nú sem æskulýðs- og upplýsingafulltrúi í Hafnarfjarðarkirkju.