Kyrrðardagar verða í Skálholti 21. – 23. febrúar 2014 , þar sem sérstök áhersla verður lögð á Kyrrðarbænina (Centering Prayer) og biblíulega íhugun (Lectio Divina). Mæting föstudaginn 21. febrúar kl. 17:30 – 18:00. Dagskránni lýkur sunnudaginn 23. febrúar kl. 14:00. Umsjón er í höndum sr. Arndísar Bernhardsdóttur Linn og Margrétar Guðjónsdóttur. Arndís og Margrét eru leiðbeinendur Kyrrðarbænarinnar.
Verð k. 28.800. Innifalið í verðinu er fullt fæði, gisting með sér herbergi og baði , námskeið og námskeiðsgögn. Veittur er 15 % hjónaafsláttur og einnig er hægt að skipta greiðslum. Skráning fer fram á netfangið: holmfridur(hja)skalholt.is eða í síma 486-8870 (Hólmfríður). Einnig er hægt að skrá sig á vef Skálholts, www.skalholt.is . Athugið að stéttarfélög veita félagsmönnum sínum styrki fyrir kyrrðardögum/námskeiðum sem þessum.