Ráðstefna um kyrrðarstarf í kirkjunni verður haldin í Neskirkju 18. október kl. 10 – 16. Á ráðstefnunni verða ýmis erindi s.s. um Kyrrðarstarf í Skálholti, Lectio Divina, Kyrrðarbæn, hefðina frá Ignatíusi, læknandi íhugun, pílagrímagöngur, 12 sporin-andlegt ferðalag og
kyrrðardaga í söfnuði.
Ráðstefnan er haldin á vegum nefndar þjóðkirkjunnar um kyrrðarstarf.
Kostnaður: kr. 2.500.-
Þátttakendur vinsamlega skrái sig fyrir 16. október hjá einhverjum eftirtöldum sem einnig veita nánari upplýsingar:
Guðrún Eggertsdóttir, gudruneggert(hja)simnet.is
Katrín Ásgrímsdóttir, solskogar(hja)simnet.is
Vigfús Ingvar Ingvarsson, vigfus50(hja)gmail.com