Yndislegir dagar við íhugun í friði og ró á kyngimögnuðum og fallegum stað.
Samtök Contemplative Outreach á Íslandi bjóða til kyrrðardaga þar sem hugleiðslubænin Kyrrðarbæn“ (Centering prayer) er iðkuð ásamt fræðslu.
Almennt er talið að hugleiðsla og íhugun hafi mjög jákvæð og góð áhrif í hinu daglega lífi. Í frítíma gefst tími til útiveru og gönguferða. Með öllu þessu nærum við bæði sál og líkama.
Dagskráin er með svipuðu sniði og á kyrrðardögum sem haldnir eru af samtökum Contemplative Outreach www.contemplativeoutreach.org um allan heim.
Umsjónarkonur námskeiðsins eru: Margrét Guðjónsdóttir bókasafnstæknir og heilari, Ingigerður Konráðsdóttir djáknakandídat og sr. Arndís G. Bernhardsdóttir Linn. Dagskráin hefst sunnudaginn 3. maí kl. 18:00 og henni lýkur laugardaginn 9. maí kl. 11:00. Verðið er kr. 62.400,-. Hægt er að lækka verðið um 1.500,- með því að koma með sín eigin rúmföt. Innifalið í verðinu er einstaklingsherbergi með sér baði og fullu fæði. Sum stéttarfélög taka þátt í kyrrðardögum sem þessum. Hjónaafsláttur. Greiðsludreifing.
Skráning fer fram á vef Skálholts (smellið hér), í síma 486-8870 (Hólmfríður) eða á netfanginu holmfridur@skalholt.is. Nánari upplýsingar á netfanginu: coiceland@gmail.com.