Að venju verða Kyrrðarstundir á aðventu í desember undir yfirskriptinni “Gríptu daginn” – í kyrrð. Kyrrðarstundirnar eru haldnar í Mosfellskirkju, laugardagana 3. og 10. desember kl. 9-11. Á Kyrrðastundunum kyrrum við hugann, stundum kristna hugleiðslu og
Við hefjum stundina í morgunrökkrinu með kristinni íhugun. Göngum síðan út í byrtu dagsins og tökum stuttan göngutúr í dalnum. Heitt kakó í lok samveru. Kjörið tækifæri fyrir íhugun – kyrrð og útiveru, í fallegu umhverfi og kirkju í dal skáldanna, Mosfellsdal.
Umsjón: sr.Ragnheiður Jónsdóttir og sr.Arndís Bernhardsdóttir Linn
Allir velkomnir