Kyrrðardagar í borg munu fara fram í Grafarvogskirkju, dagana 16.-19.mars. Iðkun kristilegrar íhugunar, Kyrrðarbænar, verður í forgrunni á þessum kyrrðardögum. Kyrrðarbænin (Centering prayer) er bænaiðkun sem fram fer í þögn, handan orða, hugsana og tilfinninga. Dagskrá Kyrrðardaganna hefst formlega á fimmtudeginum og lýkur svo með íhugunarguðsþjónustu á sunnudeginum.