Námskeið um Fagnaðarbæn (Welcoming prayer) verður haldið í Hafnarfjarðarkirkju laugardaginn 23. nóvember 2019 frá kl. 09:00 til 17:00.
Hvað er Fagnaðarbæn?
Fagnaðarbæn er leið/aðferð til að samþykkja nærveru og verkan Guðs í líkamlegum og tilfinningalegum viðbrögðum okkar gagnvart atburðum og aðstæðum í daglegu lífi.
Tilgangur Fagnaðarbænarinnar er að dýpka samband okkar við Guð með því að játast nærveru hans og verkan í hversdagslegum athöfnum okkar. Fagnaðarbænin hjálpar okkur til að sleppa tökunum á ýmsu því sem íþyngir okkur og veitir okkur þannig aukið innra frelsi. Fagnaðarbænin er frábær aðferð til að styðja við umbreytinguna sem hefst í Kyrrðarbæninni (Centering prayer).
Umsjón með námskeiðinu hafa: Bylgja Dís Gunnarsdóttir, söngkona og Sigurbjörg Þorgrímsdóttir, djáknakandídat, leiðbeinendur Kyrrðarbænarinnar.
Námskeiðsgjald kr. 5.000,-. Innifalið: Námskeið, námskeiðsgögn og matur.
Skráning og nánari upplýsingar hjá Sigurbjörgu í síma 861-0361 og/eða á netfangi: sigurth@simnet.is eða Bylgju Dís í síma 661-7719 og/eða á netfangi: bdgsopran@gmail.com
Vinsamlega staðfestið þátttöku með því að greiða inná reikning Kyrrðarbænasamtakanna á Íslandi: 0114-26-1513 kt. 450613-1500