Nú gefst einstakt tækifæri til að hlusta á William Meninger og fræðast um hið merka rit The Cloud of Unknowing. Fyrirlestrarnir fara fram í gegnum Zoom á hverjum sunnudegi kl. 20 í maí og júní. Fyrirlestrarnir kosta ekkert og fólk má mæta eftir getu og vilja.
Hér er hlekkurinn:
https://us02web.zoom.us/j/82946701396?pwd=T1BtZm5YeUg3bm1XM1owUkNLbmFhQT09
Meeting ID: 829 4670 1396
Password: 092866
Meninger hvetur til þess, ef fólk hefur tök á, að hafa The Cloud of Unknowing við höndina í þýðingu Johnston og bók eftir hann sjálfan sem fjallar um ritið og heitir A Loving Search of God.
Faðir William Meninger er einn af þremur munkum sem þróuðu aðferð Kyrrðarbænarinnar en þeir byggðu hana m.a. á 14. aldar ritinu The Cloud of Unknowing. Höfundur þess er óþekktur enskur munkur. Það var árið 1974 sem William fann rykugt, gamlt eintak af þessari bók á bókasafni klaustursins og síðan hefur hann lesið það oftar en 20 sinnum. Bókin fjallar m.a. um leit sálarinnar að Guði
Faðir William tilheyrir trappistareglunni í St. Joseph klaustrinu í Spencer Massachusetts. Hann hefur skrifað fjölda bóka og haldið námskeið t.a.m. hér á Íslandi árið 2008.