Lifandi logi – námskeið til uppbyggingar á trúargöngunni

Í þessu einstaka námskeiði fyrir Kyrrðarbænariðkendur er boðið upp á sjö daga þar sem andlegu málin eru brotin til mergjar. Námskeiðið fer fram á tímabilinu september 2020 – apríl 2021 og er leitt af þar til bærum leiðbeinendum frá Contemplative Outreach.

Kyrrðarbænasamtökin á Íslandi standa fyrir námskeiðinu í samstarfi við Living Flame hjá Contemplative Outreach og Fræðslusvið Biskupsstofu. Fyrirlestrarnir fara fram á ensku en umræður í hópum og stór hluti af námsgögnum verða á íslensku. Námskeiðið fer fram í gegnum fjarfundabúnaðinn Zoom.

Námskeiðið er ein heild og þátttakendur mæta sjö laugardaga (september – apríl) frá kl. 12:00 – 17.10. Námgögn, upplýsingar ásamt leiðbeiningum um Zoom verða sendar með tölvupósti. Námskeiðsgjald er 28.000 kr. Skráning fer fram á kyrrdarbaen@kyrrdarbaen.is eða í síma: 661 7719.

Kyrrðarbænasamtökin á Íslandi veita styrki fyrir námskeiðsgjaldinu sem hægt að sækja um með því að senda á áðurnefnt netfang.

Námskeiðið er opið öllum sem iðka Kyrrðarbæn og mælt með að þátttakendur hafi lesið bókina Vakandi hugur, vökult hjarta eftir Thomas Keating.

Námskeiðið, sem er hannað til að veita kennslu í þeim mikilvæga hugtakagrunni sem nauðsynlegur er til að styðja við iðkun Kyrrðarbænarinnar, býður einnig upp á eftirfarandi:

• Uppörvun og stuðning í litlum hópum.
• Vekur athygli á mikilvægi þess að vera meðvitaður um umbreytingarferlið.
• Hjálpar til við að greina hvenær gagnlegt getur verið að leita á mið sálfræðinnar.
• Veitir tækifæri til að gefa og þiggja í andlegu samfélagi.

Dagsetningar og umfjöllunarefni

26. sept. Að dýpka Kyrrðarbænariðkunina – Marilyn Webb
• Bænarorðið (orð, andardráttur, helgimynd).
• Upphaf og lok Kyrrðarbænarstundar.
• Lifandi bænasetning.

24. okt. Biblíuleg íhugun (Lectio Divina) – Mike Potter
• Þessi bænaaðferð, sem er í fjórum skrefum, er gaumgæfð og prófuð.
• Aðferð skólaspekinnar – formföst bæn.
• Að byggja upp tengsl.

21. nóv. Ástand mannsins (The Human Condition) – Rickey Cotton
• Það sem einkennir ástand mannsins í heiminum er skoðað.
• Dæmi um fölsk sjálf andstætt hinu sanna sjálfi.
• Afbygging hamingjuforritanna.

30. jan. Sálfræðimeðferð Guðs – Jenny Adamson
• Að skilja hringstigann (spíralinn).
• Heilunarferlið sem Kyrrðarbænin vekur.

27. feb. Hin myrka nótt sálarinnar: Nótt skynhrifanna – Mary Dwyer
• Biblíuleg eyðimerkurreynsla.
• Umskipti á andlegu vegferðinni og dýpkandi samband við Guð.
• Sígild tákn og freistingar í Nótt skynhrifanna.

13. mars Fagnaðarbænin – Jim McElroy
• Að samþykkja líðandi stund.
• „Að láta af en leyfa Guði“ í hversdeginum.
• Að hlusta á visku líkamans.
• Að taka allri reynslu opnum örmum og umfaðma þanning nærveru Guðs hið innra.

17. apríl Greining – Maureen Hanley
• Mismunandi stig greiningar.
• Okkar vilji/Guðs vilji.
• Algengar hindranir.