Enn er hægt að skrá sig á Kyrrðardaga sem verða í Skálholti 24. – 26. ágúst. Á kyrrðardögunum verður leiðbeint um iðkun kristinar bænahefðar sem á ensku hefur verið kölluð ensku Centering Prayer. Pat Johnson og Jenny Adamson leiða kyrrðardagana en þær eru staddar hér á landi til að halda námskeið í Centering Prayer.
Pat er af mörgum kunn fyrir leiðsöng sína og kennslu á kyrrðardögum í Skálholti og á kyrrðarsetrinu í Snowmass, Colorado. Hún er einn af nánustu samstarfsmönnum Tómasar Keatings, sem m.a. kom þessari bænaraðferð til leikmanna og hefur ritað fjölda bóka. Jenny er með meistaragráðu í ráðgjöf (Counseling) hefur starfað sem námsráðgjafi og kennt ráðgjöf á háskólastigi í Cedar Falls, Iowa. Pat og Jenny hafa meðal annars haldið kyrrðardaga saman í Snowmass fyrir fólk sem hefur unnið með 12 sporin.
Nánari upplýsingar er veittar í Skálholtsskóla í síma 486 8870. Skráning á netfanginu skoli@skalholt.is.