“Gríptu daginn” – Íhugun – kyrrð – útivera. Kyrrðardagar verða í Mosfellskirkju 25. september og 2. október haustið 2021
Á þessum laugardögum verður dagskrá frá 9:00 til 12:00 í og við Mosfellskirkju
Á kyrrðardeginum förum við í hvarf og tökum okkur hlé frá daglegri önn.
Þögnin og kyrrðin veita tækifæri til íhugunar, að mæta sjálfum sér og Guði, að sjá líf sitt í nýju ljósi, vinda ofan af og láta uppbyggjast og endurnærast á sál og líkama. Uppbygging er þannig að byrjað er á íhugun að hætti Kyrrðarbænarinnar, þá er gengið um í dalnum og að lokum er samverustund í kirkjunni þar sem farið verður í Biblíulega íhugun.
Umsjón með deginum hafa prestar safnaðarins og veita þær gjarnan upplýsingar í síma 5667113 á skrifstofu frá 9 -13. Ekkert gjald er tekið fyrir Kyrrðardaga og eru allir sem áhuga hafa velkomnir.
Skráning er ekki nauðsynleg en áríðandi að þátttakendur séu mætt tímanlega þar sem kirkjunni verður lokað kl. 9:00.