Boðið er til aðalfundar Kyrrðarbænasamtakanna á Íslandi (Contemplative Outreach á Íslandi) mánudaginn 25. apríl 2022 kl. 19.30. Fundurinn fer fram samtímis í safnaðarheimili Hafnarfjarðarkirkju og á Zoom.
Dagskrá:
1. Kosning fundarstjóra og fundarritara
2. Skýrsla stjórnar lögð fram
3. Reikningar kynntir og bornir fram til samþykktar
4. Starfsáætlun næsta árs kynnt
5. Lagabreytingar
6. Kosning stjórnar
7. Kosning tveggja skoðunarmanna reikninga til eins árs
8. Önnur mál
Lagabreyting sem lögð er til:
Grein 5: Öll þau sem iðka og hafa áhuga á Kyrrðarbæn geta hlotið félagsaðild með því að skrá sig í félagið. Verður: Öll þau sem iðka og hafa áhuga á Kyrrðarbæn hafa félagsaðild
Hlekkur á fundinn í gegnum Zoom:
https://us02web.zoom.us/j/83463032877?pwd=akVzMS94M0Q3SXQxbzNORVh4QlpJUT09
Verum öll hjartanlega velkomin.
Stjórn Kyrrðarbænasamtakanna á Íslandi.