Kyrrðarbænasamtökin 10 ára.
Afmælishátíð og ráðstefna í safnaðarheimili Stórólfshvolskirkju á Hvolsvelli.
Þann 25. mars 2023 verður 10 ára afmælishátíð og ráðstefna Kyrrðarbænasamtakanna haldin á Hvolsvelli. Mæting er í Stórólfshvolskirkju kl. 10 og dagskránni lýkur kl. 17.15.
Skráning fer fram hér: https://kyrrdarbaen.skramur.is/input.php?id=14
Fljótlega eftir skráningu fá þátttakendur kröfu í heimabanka sinn fyrir ráðstefnugjaldi sem er 6.500 kr. en innifalið í því eru kaffiveitingar að morgni og um eftirmiðdag ásamt léttum hádegisverði. Samtökin bjóða upp á afmælistertu í kaffitímanum.
Gert er ráð fyrir að fólk komi sér sjálft á Hvolsvöll en einnig er hægt að sameinast í bíla. Það tekur um 60-90 mín. að keyra á Hvolsvöll frá höfuðborgasvæðinu.
Þátttakendur sem vilja taka þátt í göngu eru hvattir til að koma klæddir til útiveru.
Skipuleggjendur ráðstefnunnar eru Margrét Guðjónsdóttir og Kristjana Friðbjörnsdóttir.
Nánari upplýsingar: kyrrdarbaen@kyrrdarbaen.is.
Öll sem áhuga hafa eru hjartanlega velkomin!
Dagskráin lítur svona út (með fyrirvara um breytingar):
Kl. 10:00 Mæting í Stórólfshvolskirkju.
Kyrrðarbæn í 20 mínútur og söngur.
Kl. 10:40 Ráðstefnan sett í safnaðarheimilinu.
Í boði er kaffi, te, vatn og ávextir.
Kl. 11:00 Fyrirlestur.
Þegar ljósið eykst og skuggarnir lengjast – Sr. Arndís G. Bernhardsdóttir Linn.
Kl. 12.00 Hádegismatur.
Súpa, brauð o.fl. (Gert er ráð fyrir þeim sem óska eftir vegan og glútenlausu en endilega hafið samband ef það er eitthvað annað).
Kl. 13.00 Útivera – Náttúru Divina.
Gengið að Hvolsfjalli og inn í gil í náttúru divina. Spræk geta farið fjallið. Þau sem ekki vilja fara í göngu geta stytt sér stundir í safnaðarheimilinu.
Kl. 14.00 Gengið til kirkju
Leidd Fagnaðarbæn og Kyrrðarbæn í 30 mín.
Altarisganga – Sr. Sigríður Kristín Helgadóttir.
Kl. 15.30 Umræðuhópar í safnaðarheimilinu. Kaffi og afmæliskaka.
Kl. 16.45 Lokastund í safnaðarheimili.
Kl. 17.15 Ráðstefnulok.