AÐ UMVEFJA ALLT SEM ER
Kyrrðardagar á vegum Kyrrðarbænasamtakanna á Íslandi
Hótel Kríunes, Kópavogi
23.-26. janúar 2025
Kyrrðarbænasamtökin á Íslandi bjóða nú sérstaka kyrrðardaga með fræðslu sem haldnir verða á Hótel Kríunesi við Elliðavatn í Kópavogi. Yfirskrift kyrrðardaganna er AÐ UMVEFJA ALLT SEM ER. Leiðbeinandi námskeiðsins, Mary Dwyer frá Bandaríkjunum, hefur verið virk í stjórn og starfi Contemplative Outreach nánast frá upphafi og lærði hjá Thomas Keating. Mary kennir hvernig Fagnaðarbæn og ferli fyrirgefningar styðja við iðkenndur Kyrrðabænar eða annarra hugleiðsuaðferða í umbreytingarferlinu. Mary kennir á ensku. Kyrrðarbæn verður iðkuð reglulega í gegnum námskeiðið. Hér má lesa nánar um Kyrrðarbæn og Fagnaðarbæn: www.kyrrdarbaen.is Námskeiðið hentar jafnt byrjendum sem lengra komum.
Kyrrðardagar veita einstakt tækifæri til að dvelja og endurnærast í mildi og kyrrð. Helgin fer að hluta til fram í þögn. Þögnin gerir fólki kleift að skoða hvað bærist innra með þeim og að hlúa vel að sjálfu sér. Mary Dwyer bíður uppá einstaklingsviðtöl.
Um er að ræða langa helgi sem hefst á fimmtudegi kl. 18 og lýkur kl. 14 á sunnudegi. Aðstaðan á Hótel Kríunesi er afar góð og þó hótelið sé staðsett á höfuðborgarsvæðinu er nálægðin við náttúruna einstök. Innifalið í verði er matur á hótelinu. Gert er ráð fyrir að þátttakendur séu á staðnum allan tímann.
Verð:
Einstaklingsherbergi: Kr. 110.000.
Tveir í herbergi: Kr. 85.000 pr. einstakling.
Staðfestingargjald, kr. 50.000, greiðist við skráningu og er óendurkræft. Greiðsluseðill fyrir gjaldinu verður sendur í heimabanka. Greiðsluseðill fyrir því sem eftir stendur verður sendur í heimabanka í desember með eindaga 2. janúar 2025.
Skráning fer fram hér: Skrámur – Kyrrðarbænasamtökin (skramur.is)
Nánari upplýsingar fást með því að senda tölvupóst á kyrrdarbaen@kyrrdarbaen.is eða í síma 661 7719.
Umsjón með kyrrðardögunum hafa: Sr. Arndís Bernhardsdóttir Linn og Bylgja Dís Gunnarsdóttir.
Hótel Kríunes: https://kriunes.is/
Nokkur orð um Mary Dwyer:
Mary Dwyer is a long-time student of Fr. Thomas Keating and has been practicing Centering Prayer for over twenty years. In the early 1990’s, she lived at Chrysalis House, a contemplative live-in community experiment blessed by Fr. Thomas. Her housemates included Mary Mrozowski, David Frenette and Cathy McCarthy. The community lived according to a rule of life, and became an incubator of practice and programs in the early years of Contemplative Outreach’s growth. It was her experience at Chyrsalis House – what she refers to as her “inpatient” or “residential treatment time” – that proved to her that a life of prayer, consent and practice is real, stable and deeply rewarding. Mary Mrozowski taught her that a devoted life of prayer was the real work of life; what we did the rest of the time was just how we made a living.
Mary received her undergraduate degree from Georgetown University in economics and spent some time as a banker and college administrator. After a few years at Chrysalis House, she went back to school and became a licensed clinical social worker and practiced this vocation for the next 15 years, all while maintaining her commitment to the contemplative life and to the mission of Contemplative Outreach. In 2008 she met her beloved Juan through the Living Flame program. She moved to Miami, FL in 2009 and they married.
Mary is a former Chairperson of the Contemplative Outreach Faculty. She currently is coordinator for the Living Flame program and a member of the Welcoming Prayer Service Team. Mary now devotes her time to giving retreats and workshops on behalf of Contemplative Outreach throughout the US and internationally.
Mary is passionate about nature, animals, children, honesty, recovery, and present-moment awareness. She is devoted to her beloved Juancito, family & friends, Contemplative Outreach and sharing the good news and incredible teachings she has been given.
Nokkur orð um Arndísi og Bylgju Dís:
Arndís G. Bernhardsdóttir Linn hefur síðastliðin 10 ár starfað sem prestur Kvennakirkjunnar og hjá Lágafellssókn í Mosfellsbæ. Hún hefur mikinn áhuga á hugleiðsluhefð kristinnar trúar og hefur stundað Kyrrðarbæn um áraraðir ásamt því að leiða bæði hópa og Kyrrðardaga á vegum Kyrrðarbænasamtakanna á Íslandi. Haustið 2023 hóf Arndís nám í Andlegri fylgd (e. Spiritual Direciton) hjá samtökunum Leadership Transformation INC , sjá nánar hér: https://www.leadershiptransformations.org
Bylgja Dís Gunnarsdóttir er í tveggja ára námi í andlegri fylgd hjá Leadership Transformations Inc. Á undanförnum árum hefur hugleiðsluhefð kristinnar trúar staðið hjarta hennar nær og úr þeirri hefð iðkar hún Kyrrðarbæn, Lectio Divina og Fagnaðarbæn. Bylgja Dís hefur áunnið sér kennsluréttindi í þessum bænaaðferðum frá Contemplative Outreach Ltd og heldur námskeið reglulega. Bylgja Dís er höfundur Kyrrðarlykla sem Skálholtsútgáfan gaf út 2023 en þar er áhersla á bænaaðferðir sem má rekja til hugleiðsluhefðarinnar. Bylgja Dís er formaður Kyrrðarbænasamtakanna á Íslandi og leiðir Kyrrðarbænahópa og Kyrrðardaga á vegum samtakanna. Bylgja Dís starfar sem æskulýðs- og upplýsingafulltrúi í Hafnarfjarðarkirkju.