Verið öll hjartanlega velkomin í Lágafellskirkju sunnudaginn 26. janúar kl. 17:00-19:00. Frítt inn.
Mary Dwyer fjallar um og svarar spurningum um Kyrrðarbæn og tengd málefni.
Kyrrðarbæn er hugleiðsluaðferð úr kristinni hefð. Fyrirlesturinn hentar öllum hvort sem þú iðkar Kyrrðarbæn eða ekki. Fyrirlesturinn gæti einnig verið áhugaverður fyrir þau sem iðka hugleiðsluaðferðir úr öðrum hefðum.
Mary Dwyer lærði hjá Thomas Keating og hefur iðkað bænaaðferðir úr hugleiðsluhefð kristinnar trúar frá því að hún var ung kona.
Mary er virk í Contemplative Outreach, alþjóðlegu kyrrðarbænarsamtökunum, og var á tímabili formaður samtakanna.
Er það því mikill fengur að fá hana til Íslands enda hefur hún verðið einn helsti kennari samtakanna undanfarin ár og leitt kyrrðardaga og haldið námskeið víðs vegar.