Fjarnámskeið í Welcoming Prayer, eða Fagnaðarbæn eins og hún hefur verið kölluð á íslensku stendur nú fyrir dyrum hjá Contemplative Outreach í Bandaríkjunum. Þessi bænaiðkun er verulega virk og er notuð samhliða Kyrrðarbæninni (Centering prayer) með mjög góðum árangri. Nokkrir íslendingar hafa þegar skráð sig á námskeiðið og er hugmyndin að hópurinn hittist reglulega á meðan á námskeiðinu stendur til að fara yfir efnið og iðka bænina. Námskeiðið hefst 5. ágúst og stendur í fjórar vikur. Þeir sem áhuga hafa eru beðnir að skrá sig hér á síðu samtakanna.
Nánari upplýsingar veitir Sigurbjörg í síma 861-0361 eða á netfangi: sigurth@simnet.is