Bækur
Leiðin heim – Vegur kristinnar íhugunar
LEIÐIN HEIM LIGGUR INN Á VIÐ
Ástundur kyrrðarbænar (Centering prayer) sem byggist á ævafornri hefð, markar upphaf á andlegu ferðalagi sem getur gjörbylt lífi fólks í áreiti nútímans.
Leiðin heim er vegahandbók í þessari ferð þar sem höfundur slæst í för með lesandanum, bendir á nokkur þekkt kennileiti og svarar mikilvægum spurningum um bænahefðina:
- Hvaða áhrif getur hún haft á líf mitt?
- Hvaða andlegu framförum kemur hún til leiðar?
- Hverjar eru helstu hindranir á veginum?
- Hvernig virkar aðferðin í raun og veru?
Leiðin heim sýnir í hnotskurn hvernig kyrrðarbænin getur orðið að hagnýtu verkfæri til að læra að játast sjálfum sér og dýpka sambandið við Guð.
Þeir sem gefast ekki upp á þeirri vegferð uppskera innri frið og jafnvægi sem á sér engan líka.
Thomas Keating, prestur og munkur var stofnandi alþjóðlegrar bænahreyfingar sem kennd er við íhugun og kyrrð.
Vakandi hugur, vökult hjarta
Bókin Vakandi hugur, vökult hjarta er fyrsta bók Thomasar Keating sem kemur út á íslensku og í raun fyrsta bókin sem fjallar um Kyrrðarbænina á íslensku. Thomas Keating er einn af upphafsmönnum Kyrrðarbænarhreyfingarinnar, er prestur, fyrrverandi ábóti og rithöfundur og munkur í reglur Benedikts frá Núrsía í Snowmass, Colorado í Bandaríkjunum. Þar hefur hann haft umsjón með kyrrðardögum með áherslu á iðkun Kyrrðarbænarinnar sem ein aðferð kristinnar íhugunnar.
Keating hefur skrifað fjölda bóka um Kyrrðarbænina og kristna íhugun, þeirra á meðal metsölubókina Open Mind, Open Heart sem á íslensku hefur fengið heitið Vakandi hugur, vökult hjarta.
Í þessari bók lýkur höfundur upp fyrir lesandanum veröld þar sem Guði er ekkert ómögulegt. Nýjar og ævintýralegar víddir opnast, …,,því þegar hugur og hjarta er opið fyrir Guði, sem er óendanlegur , verður maður einnig opinn fyrir ótakmörkuðum möguleikum“
Nína Leósdóttir guðfræðingur þýddi bókina og Skálholtsútgáfa gaf bókina út. Hér er að finna upplýsingar um hana.
Hér fyrir neðan eru nokkrar valdar bækur til viðbótar.
Bókin um fyrirgefninguna
Hvað er að fyrirgefa? Er allt hægt að fyrirgefa? Öllum? Alltaf? Og hvernig?
„Vegna þess að við erum menn þá fara margvísleg samskipti illa, ýmist særum við annað fólk eða erum særð nema hvort tveggja sé. Það er í eðli okkar og er óhjákvæmilegt. Fyrirgefningin færir þessi samskipti í lag á ný. Þannig lagfærum við rifurnar í mannlífsvefnum. Þannig komum við í veg fyrir að samskipti og samfélag leysist upp.“ (úr bókinni). Annie Lennox, söngvari, lagahöfundur og aðgerðasinni segir: „Byltingarkennd aðferð (þeirra Tutufeðgina) til að gangast við og ráða bót á langvinnum sársauka og sálarangist …“ Bókin um fyrirgefninguna eftir Desmond Tutu og Mpho Tutu er komin út í íslenskri þýðingu Karls Sigurbjörnssonar biskups.
Bókin hefur farið sigurför um heiminn og verið þýdd á fjölmörg tungumál.
Library Journal valdi bókina eina af bestu bókum ársins 2015.
Open Mind, Open Heart
Ein vinsælasta bók Thomas Keating, Open heart, open mind. Í bókinni gerir Keating grein fyrir centering prayer á mjög ítarlegan hátt og fer í gegnum aðferðina skref fyrir skref. Inná milli er skotið inn algengum spurningum sem vakna hjá byrjendum og er þeim svarað í kjölfarið. Bókin hentar því einstaklega vel fyrir þá sem eru að byrja að stunda Centering Prayer og hafa áhuga á að dýpka skilning sinn á íhuguninni. Smellið á bókina til að skoða hana á amazon.com
Invitation to Love: The Way of Christian Contemplation
Höfundur Thomas Keating. Hér setur Keating fram helstu grunnþætti kristnar íhugunnar, centering prayer og ræðir helstu hindranir og áskoranir sem verða á vegi þeirra sem takast á við hið andlega ferðalag.
The Mystery of Christ: The Liturgy as Spiritual Experience
Höfundur Thomas Keating.
The Daily Reader for Contemplative Living: Excerpts from the Works of Father Thomas Keating
Daglegur lestur fyrir hvern dag ársins. Fyrir hvern dag eru þrenns konar textar, fyrst er stutt bæn, þá texti til íhugunar sem tengist iðkun og áhrifum Centering Prayer og síðan er bíblíutexti sem ætlaður er til notkunar við biblíulega íhugun (Lectio Devina). Thomas Keating tók textana saman.
The Human Condition: Contemplation and Transformation
The Human Condition eftir Thomas Keating. Keating fjallar um ástand mannsins og leit hans að hamingju og bendir á hvernig kristin íhugun er ferli sem hefur áhrif á alla þætti vitundar mannsins. Guð verkar í iðkandanum og þá verkun kallar Keating sálfræðimeðferð Guðs (Divine Therapy).
The Cloud of Unknowing: and The Book of Privy Counseling
Ritstjóri William Johnston.