Viðtöl og fyrirspurnir

Viðtöl

Kyrrðarbænasamtökin á Íslandi bjóða upp á einstaklingsviðtöl fyrir þá sem ástunda Kyrrðarbæn. Viðtölin eru hugsuð sem stuðningur við bæði byrjendur og reynslumeiri iðkendur. Sem dæmi um málefni má nefna stuðning við að koma sér upp reglubundinni iðkun, notkun bænatáknsins, innri hreinsun eða við hverskonar áskorunum eða spurningum (stórum sem smáum) sem fólk kann að standa frammi fyrir. Einnig kemur til greina að nokkrir komi saman í viðtal. Um viðtölin sjá einstaklingar sem hafa mikla reynslu af Kyrrðarbæninni og eru með kennsluréttindi. Viðtölin eru einungis stuðningur en ekki er um meðferð að ræða. Ef eitthvað kemur upp í viðtölunum sem þarf sérfræðiaðstoð við er viðkomandi hvattur til að leita sér aðstoðar hjá fagaðilum. Þeir sem veita viðtöl eru bundnir trúnaði.

Fyrirspurnir

Ef þú ert með fyrirspurn um eitthvað sem tengist Kyrrðarbæninni er þér velkomið að senda hana inn til okkar. Svarið verður sent beint til þín, ef þú óskar þess, eða birt nafnlaust á heimasíðunni og á Facebook. Fyrir svörum sitja einstaklingar sem hafa mikla reynslu af Kyrrðarbæninni og eru með kennsluréttindi. Nafnleynd og trúnaður ríkir.

Skráðu upplýsingar um þig hér að neðan og við munum hafa samband.