Lög Contemplative Outreach á Íslandi
1. gr.
Félagið heitir: Contemplative Outreach á Íslandi
2. gr.
Heimili félagsins og varnarþing er í Reykjavík
3. gr.
Tilgangur félagsins er að skapa samfélag um kyrrðarbæn, að stuðla að útbreiðslu bænarinnar, bjóða upp á kyrrðardaga, lesefni og stuðning við iðkendur bænarinnar.
4. gr.
Tilgangi sínum hyggst félagið ná með því að kynna og kenna Kyrrðarbænina og halda námskeið fyrir verðandi leiðbeinendur.
5. gr.
Öll þau sem iðka og hafa áhuga á Kyrrðarbæn hafa félagsaðild.
6. gr.
Stjórn félagsins skal skipuð fimm félagsmönnum. Stjórnarmenn skulu kosnir til tveggja ára í senn. Stjórnin skiptir með sér verkum.
Stjórnin fer með málefni félagsins milli aðalfunda. Formaður boðar stjórnarmenn á stjórnarfundi þegar þurfa þykir. Til að fundur teljist löglegur þurfa þrír af fimm aðalmönnum að mæta.
Heimilt er að hafa allt að fimm varamenn í stjórn. Ef ekki tekst að finna varamenn á aðalfundi hefur stjórnin heimild til að finna aðila til að gegna hlutverki varamanna. Starfstímabil félagsins er almanaksárið.
7. gr.
Á aðalfundi félagsins skal stjórn gera upp árangur liðins árs. Aðeins félagsmenn mega vera þátttakendur á aðalfundi.
Aðalfund skal halda eigi síðar en 31. maí ár hvert og skal boða til hans með að minnst þriggja vikna fyrirvara með sannanlegum hætti. Aðalfundur er löglegur, sé rétt til hans boðað. Einfaldur meirihluti mættra félagsmanna ræður úrslitum mála. Dagskrá aðalfundar skal vera sem hér segir:
-
- Kosning fundarstjóra og fundarritara
- Skýrsla stjórnar lögð fram
- Reikningar kynntir og bornir fram til samþykktar
- Starfsáætlun næsta árs kynnt
- Lagabreytingar
- Kosning stjórnar
- Kosning tveggja skoðunarmanna reikninga til eins árs
- Önnur mál
8. gr.
Fjármögnun félagsins er fólgin í styrkveitingum, hagnaði af kyrrðardögum, námskeiðum og annarri starfsemi félagsins.
9. gr.
Rekstrarafgangi af starfsemi félagsins skal varið til uppbyggingar starfsins.
10. gr.
Ákvörðun um slit félagsins verður tekin á stjórnarfundi með einföldum meirihluta og renna eignir þess til móðurfélags þess í Bandaríkjunum (Contemplative Outreach Ltd.)
11. gr.
Lögum félagsins má eingöngu breyta á aðalfundi. Tillögur til lagabreytinga skulu sendar stjórn skriflega eigi síðar en tveimur vikum fyrir boðaðan aðalfund. Tillögur til lagabreytinga skulu kynntar félagsfólki á vefsíðu félagsins.
12. gr.
Tillögur til lagabreytinga öðlast því aðeins gildi ef 2/3 hlutar greiddra atkvæða séu þeim fylgjandi.
13. gr.
Lög þessi ganga framar og koma í stað annarra og eldri laga.
Lög þessi voru samþykkt 23. maí 2019 á aðalfundi CO á Íslandi og leysa af hendi fyrri lög
sem voru samþykkt á stofnfundi félagsins og öðluðust gildi 2. maí 2013.